kokteilar fyrir viðburði
Við bjóðum upp á hágæða kokteila á krana! Uppskriftir eftir verðlauna barþjóna þar sem einungis hágæða hráefni og áfengi frá handverks framleiðendum. Engin auka eða gerviefni og 100% ofnæmisfríir. Kokteilarnir koma í 20L og 12L key kegs og eru allir um 10% ABV. Tengist við hefðbundið bjórdælukerfi og koma tilbúnir beint af krana, hellt í glas með klaka og skreytt eins og venjan er og þú ert með fullkominn kokteil.
Hröð afgreiðsla á barnum - mögnuð upplifun viðskiptavinar.
Kokteilarnir okkar
kokteilar sem gera kvöldið enn betra
Að búa til kokteil frá grunni tekur um 2–3 mínútur, en með kokteil á krana er það innan við 10 sekúndur. Þannig er hægt að afgreiða tugi drykkja á sama tíma og annars færu aðeins nokkrir út – án þess að gestir þurfi að bíða.
Aukið flæði á barnum, fleiri drykkir seldir og hraðari þjónusta til viðskiptavina.
Stöðug gæði í hverju glasi
Fullblandaðir kokteilar tryggja jafnt bragð og áreiðanlega upplifun í hvert skipti, óháð starfsmanni eða aðstæðum.
einföldun og hagræðing
Við sjáum um að koma með dælukerfi og bar uppsetningu sem hentar fyrir allar stærðir viðburða.
Dælukerfin og ferðabarir Vitabona eru einföld í uppsetningu og tryggja hraða og áreiðanlega uppsetningu. Kranastélin minnka álag starfsmanna og sparar bæði tíma og kostnað og einföldun á bar flæði viðburðarins.
🍸 kokteil vagninn
Kokteil Vagninn er okkar „showstopper“ lausn sem lyftir hverjum viðburði upp á næsta stig. Hann er útbúinn með klakavél, kæli og LED ljósakerfi sem skapa stemningu og „wow factor“ sem gestir gleyma ekki. Vagninn hentar jafnt í garðveislu, brúðkaup eða stórar árshátíðir og getur afgreitt tugi kokteila á stuttum tíma.
🍹 ferðabarinn
Ferðabarinn er barborð á hjólum sem er einstaklega meðferðarlegur og passar við öll tilefni, óháð stærð viðburðarins. Praktískur kostur þegar minna pláss er til staðar en kröfurnar til þjónustu og upplifunar þær sömu.
⚡ Dælukerfi og kokteilar
Hagkvæm lausn fyrir viðburði þar sem þjónar eða afgreiðslusvæði er þegar fyrir hendi. Við getum tengt kokteil kúta á hvaða kerfi sem er, eða stillt upp „plug & play“ kerfi frá einum krana upp í fjóra. Hægt er að fá kokteila með þessum hætti með eða án barþjóns þjónustu Vitabona eftir þörfum.